Skoða bók

Rassfar í steini

Jón Björnsson  

Jón Björnsson  

11:15 klst.  

2018  

Ólafur konungur Haraldsson, ýmist kallaður digri eða helgi, ríkti í rúman áratug yfir Noregi en hraktist þaðan í útlegð og var á endanum felldur í Stiklastaðaorrustu. Fljótlega fór að bera á kraftaverkum í kringum líkið og innan skamms var hann orðinn helgur maður. Enginn veit almennilega hvers vegna því að Ólafur aðhafðist margt misjafnt og ókristilegt um dagana. Hinsta ferð Ólafs var frá Svíþjóð yfir Kjöl til Stiklastaða og varð sú leið ein fjölfarnasta pílagrímaleið Norðurlanda. Tæpum þúsund árum eftir fall Ólafs konungs fór Jón Benedikt Björnsson þessa leið ásamt félaga sínum á reiðhjóli. Í bókinni lýsir hann ferðalaginu og rekur samhliða því sögu þessa einkennilega manns, en Ólafur Haraldsson er þungamiðjan í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Jafnframt eltir Jón uppi athyglisverða hluti og furðulega viðburði sem verða á veginum, að fornu og nýju, og leiðir lesandann í ólíklegustu útúrdúra.  

Dýrlingar Ferðalög Ferðasögur Fornsögur Heimskringla Konungar Noregur Norðurlandasaga Pílagrímsferðir Saga Ólafs Haraldssonar hins helga Stiklastaðaorrusta Svíþjóð Ólafsvegur Ólafur Haraldsson, Noregskonungur, 995-1030 (helgi) Ólafur digri Ólafur helgi, 995-1030