Skoða bók

Hefndarenglar

Eiríkur P. Jörundsson  

Hannes Óli Ágústsson  

10:54 klst.  

2019  

Blaðamaðurinn Sölvi er sendur til æskustöðva sinna, Súðavíkur, til að leita frétta af morði sem framið hefur verið í þorpinu. Samhliða því að setja sig inn í ýmis mál sem tengjast hinum myrta er hann skikkaður til að aðstoða unga og dugmikla blaðakonu sem vinnur að frétt um misnotkun á ungum stúlkum í undirheimum Reykjavíkur. Bæði málin taka óvænta stefnu og varpa nýju ljósi á skelfilega atburði úr fortíðinni. Hefndarenglar bar sigur úr býtum í samkeppninni um Svartfuglinn 2019, glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson stofnuðu til í samvinnu við Veröld.  

Blaðamenn Glæpasögur Morð Reykjavík Skáldsögur Spennusögur Súðavík Íslenskar bókmenntir