Skoða bók

Fósturmissir

Júlí Ósk Antonsdóttir   Sigfríður Inga Karlsdóttir   Sigríður Halldórsdóttir  

María Lovísa Guðjónsdóttir  

04:26 klst.  

2020  

Að missa fóstur getur verið sorgleg reynsla og finna mörg sem í gegnum hana ganga þörf fyrir að afla sér upplýsinga um allt sem missinum tengist. Hverjar eru líkurnar á fósturmissi? Hverjar eru helstu orsakir fósturmissis? Og hvað tekur við eftir missi? Talið er að ein af hverjum þremur konum missi fóstur á frjósemisskeiði sínu. Rannsóknir og upplýsingar um fósturmissi eru þó af skornum skammti og er þessi reynsla sveipuð þagnarhjúpi. Höfundar bókarinnar, sem allar starfa við Háskólann á Akureyri, fjalla um helstu þætti sem koma upp við fósturmissi. Einnig er með reynslusögum þeirra sem misst hafa fóstur varpað ljósi á mismunandi upplifun og viðbrögð við fósturmissi. Vonast höfundar til að með bókinni fái þau sem ganga í gegnum fósturmissi og aðstandendur þeirra einhver svör við þeim spurningum sem á þeim brenna og finni umfram allt að þau eru ekki ein.  

Fósturlát Fósturmissir Meðganga Reynslusögur Stuðningsbækur