Skoða bók

Heimsendir fylgir þér alla ævi

Eva Rún Snorradóttir  

Margrét Örnólfsdóttir  

00:14 klst.  

2013  

Bókin lýsir því hvernig heimur barnsins og unglingsins fylgir ljóðmælanda inn í fullorðinsárin. Í ljóðum Evu Rúnar er minningum hleypt út og hugurinn reikar um þær. Heimur æskunnar er heimur blokkarhverfis í Breiðholti þar sem heilt þorp býr saman í einu húsi en þrátt fyrir það þekkist fólkið nær ekki neitt. Þessi tilfinning að vera á sama stað og annað fólk en samt einn litar alla bókina. Káputexti um höfundinn: Eva Rún Snorradóttir er fædd árið 1982 og uppalin í Reykjavík. Hún skartar einni gráðu: BA gráðu í Leiklist - fræði og framkvæmd, frá Listaháskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún fengist við rannsóknir á eðlileikanum með Framandverkaflokknum Kviss búmm bang. Heimsendir fylgir þér alla ævi er hennar fyrsta bók.  

Ljóð Íslenskar bókmenntir