Covid-19

Afgreiðsla Hljóðbókasafns Íslands er lokuð fyrir heimsóknir vegna Covid-19.

Tölvupóstþjónusta er að sjálfsögðu opin og símatíminn eins og venjulega frá 10 - 14 og fólk er hvatt til að hafa samband um þær leiðir.

Skoða bók

Frásaga Jóns Jónssonar af því hvernig á að ná árangri í starfi og einkalífi

Börkur Gunnarsson  

Svavar Jónatansson  

03:03 klst.  

2020  

Blaðamaðurinn Nonni, sem áður vann á jaðarsettum smáblöðum, stefnir nú hægt upp metorðastigann á ritstjórn Morgunblaðsins. Söguhetjan verður vitaskuld fyrir vonbrigðum þegar tillitslausir samstarfsmenn þykjast ekki taka eftir stílsnilld hans og rotta sig saman í hlæjandi hýenuhópum. En það er ekkert sem nokkrir kaldir á Kaffibarnum ná ekki að bæta upp. Frásaga Jóns Jónssonar af því hvernig á að ná árangri í starfi og einkalífi er í senn bráðfyndin og harmsöguleg lýsing á andhetju vorra tíma.  

Íslenskar bókmenntir Skáldsögur