Bekkjardrottningin
Ejersbo, Sara
Vegna uppfærslu á tölvukerfum gætu lánþegar þurft að skrá sig út úr appinu og inn aftur.
Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.
23. feb. 2023
Hljóðbókasafnið tók þátt í dagskrá vetrarhátíðar Kópavogsbæjar á Safnanótt í fyrsta skipti þann 3. febrúar síðastliðinn. Mikið safn alls kyns tromma í eigu starfsmanna var til sýnis og ásláttar fyrir alla sem vildu og Skólahljómsveit Kópavogs lék nokkur fjörug lög sem mæltust vel fyrir. Gestum var boðið að skoða hljóðver safnsins, fylgjast með hljóðbókalesara að störfum og spreyta sig sem lesarar. Þrátt fyrir leiðindaveður voru gestir tæpt hundrað og skemmtu sér allir hið besta. Meira
17. feb. 2023
Starfsmenn Hljóðbókasafnsins og Nemendaráðgjafar Háskóla Íslands hittust fyrir skömmu til að ræða þjónustu við lestrarhamlaða háskólanema. Nemendum við H.Í sem óska eftir sérstakri aðstoð við nám hefur farið fjölgandi og er það í takt við þróun sem á sér stað alls staðar í heiminum enda er nú sem betur fer betur hugað betur að þörfum og réttindum þeirra sem þurfa slíka aðstoð. Fundurinn var jákvæður og í framhaldinu verður kannað hvernig hægt er að bæta þjónustuna við nemendur á háskólastigi. Meira