Heimsendir fylgir þér alla ævi
Eva Rún Snorradóttir
Eva Rún Snorradóttir
Elísabet Jökulsdóttir
Júlí Ósk Antonsdóttir
Egill St. Fjeldsted
Þorvaldur Þorsteinsson
Þorvaldur Þorsteinsson
3. des. 2020
Á fullveldisdaginn, 1. desember, var Þórunni Hjartardóttur veitt viðurkenning fyrir ómetanlegt framlag á lestri bóka fyrir Hljóðbókasafn Íslands, en hún hefur á árunum 1992-2020 lesið inn 500 bækur fyrir safnið. Sú bók sem markaði þessi tímamót hjá Þórunni og var bók númer 500 er Nýsköpun og frumkvöðlafræði eftir Óttar Ólafsson. Meira
9. nóv. 2020
Hljóðbókasafn Íslands hefur lengi verið virkt í alþjóðlegu samstarfi, enda er starfsemin mjög sérhæfð og gagnlegt samstarf er einna helst að finna hjá systursöfnum á erlendri grund. Ein birtingarmynd þessa samstarfs er NIPI sem er samstarfsverkefni fimm norrænna systursafna sem öll bera ábyrgð á að gera bækur og annað lesefni aðgengilegt þeim sem ekki geta lesið prentað letur sér til gagns. Miðvikudaginn 11. nóvember heldur NIPI (Nordic Inclusive Publishing Initiative) ráðstefnu sem sérstaklega er ætluð útgefendum og starfsfólki bókasafna, þar sem alþjóðlegir fyrirlesarar með sérþekkingu á fjölmörgum hliðum rafrænnar og aðgengilegrar útgáfu munu kynna fyrir lykilþátttakendum úr norrænni útgáfu hvað þarf til til að ástunda útgáfu án aðgreiningar. Meira