Covid-19

Afgreiðsla Hljóðbókasafns Íslands er lokuð fyrir heimsóknir vegna Covid-19.

Tölvupóstþjónusta er að sjálfsögðu opin og símatíminn eins og venjulega frá 10 - 14 og fólk er hvatt til að hafa samband um þær leiðir.

Skoða bók

Herra Hnetusmjör : hingað til

Sólmundur Hólm Sólmundarson   Árni Páll Árnason  

Hjálmar Hjálmarsson  

05:55 klst.  

2020  

Herra Hnetusmjör - Árni Páll Árnason - hefur verið eins og hvirfilbylur í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum. Lögum hans er streymt í milljónum skipta á tónlistarveitum og framganga hans á tónleikum hefur vakið mikla athygli og aðdáun. En hver er maðurinn á bak við dökku sólgleraugun? Lífsganga hans hefur verið skrykkjótt og sannkölluð rússibanareið: Hamingjurík æska í Hveragerði. Spenna og togstreita unglingsáranna í Kópavogi. Íslenska rappið og leiðin á toppinn. Freistingar dópsins. Skuggahliðar Reykjavíkur. Að falla til botns í neyslu og óreglu og spyrna sér þaðan á ný til hamingjuríks fjölskyldulífs. Sóli Hólm skrifar Herra Hnetusmjör - hingað til. Hann keyrir frásögnina áfram af blússandi krafti en sýnir líka strákinn á bak við ímyndina í einlægri og stórskemmtilegri bók sem sætir tíðindum.  

Árni Páll Árnason 1996 Herra Hnetusmjör (tónlistarmaður) Rapp Tónlistarmenn Ævisögur