Skoða bók

Ég lifi lífi sem líkist ykkar

Grue, Jan  

Steinar Matthíasson  

Guðmundur Ólafsson  

05:44 klst.  

2021  

Höfundur þessarar bókar hefur notað hjólastól frá barnæsku vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. Í bókinni lýsir hann lífi sínu og hugleiðir ýmsar áskoranir sem hann hefur mætt, bæði hversdagslegar og þungvægar. Hann greinir frá uppvextinum, baráttu sinni við kerfið, vonbrigðum og árangri, biturleika en einnig gleði. Jan Grue (f. 1981) er doktor í málvísindum og prófessor og rithöfundur í Osló. Hann hefur skrifað smásögur og skáldsögur auk fræðilegra greina. Ég lifi lífi sem líkist ykkar kom fyrst út 2018. Bókin fékk afar lofsamlega dóma, hlaut norsku gagnrýnendaverðlaunin og var síðan tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Hún hefur síðan verið þýdd á önnur tungumál.  

Fatlaðir Grue, Jan, 1981- Hreyfihömlun Líkamlega fatlaðir Sjálfsævisögur Vöðvasjúkdómar Ævisögur