Skoða bók

Hvenær kemur sá stóri? : að spá fyrir um jarðskjálfta

Ragnar Stefánsson  

Pétur Eggerz  

18:30 klst.  

2022  

Á hverju ári valda jarðskjálftar gríðarlegu tjóni og mann­skaða einhvers staðar á jarðarkringlunni. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af því í aldanna rás. Frá því farið var að sinna jarðskjálftafræði sem vísindagrein í upphafi 20. aldar, hefur það verið draumur fræðimanna að geta spáð fyrir um meiriháttar jarðhræringar og þá vá sem af þeim stafar. Nútímavæðing í iðnaði og stórborgaþróun hefur gert samfélagið enn viðkvæmara en áður fyrir áhrifum þeirra. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hefur um áratuga skeið verið í fylkingarbrjósti íslenskra jarðvísindamanna sem fengist hafa við skjálftarannsóknir og vöktun. Í þessari bók gerir hann grein fyrir þróun fræðigreinarinnar og fer yfir jarðskjálftasögu Íslands allt frá miðöldum og til síðustu ára. Einnig segir hann frá uppbyggingu og eiginleikum hins sívirka mæla- og viðvörunarkerfis sem Veðurstofa Íslands rekur. Jafnframt leggur hann grunn að jarðskjálftaspáfræði, en það er fræðigrein sem í raun á eftir að sanna sig en mun vafalítið þróast hratt á næstu árum og áratugum. Hvenær kemur sá stóri? er þörf lesning fyrir alla þá sem áhuga hafa á jarðvísindum, náttúruvá og almannavörnum og fylgjast vilja með þeim áskorunum sem við er að glíma í þessum fræðum.  

Almannavarnir Jarðskjálftafræðingar Jarðskjálftamælingar Jarðskjálftar Jarðskjálftarannsóknir Jarðskjálftaspár Jarðskjálftavirkni Jarðskorpuhreyfingar Jarðvísindi Náttúruvá Ísland