Sumarlokun

Hljóðbókasafn Íslands lokar frá 15. júlí til 6. ágúst. Lokað er fyrir pöntun diska á þessu tímabili en við bendum á að áfram er opið fyrir niðurhal og streymi til skráðra lánþega safnsins.

Skoða bók

Fólk sem við hittum í fríi

Henry, Emily  

Harpa Rún Kristjánsdóttir  

Hanna Lind Rosenkjær Sigurjónsdóttir  

10:50 klst.  

2023  

Poppy og Alex. Alex og Poppy. Þau eiga ekkert sameiginlegt. Hún er óhemja og hann klæðist kakíbuxum. Hún er haldin óforbetranlegri útþrá, honum líður best heima með bók. Þó hafa þau verið bestu vinir síðan örlagarík bílferð leiddi þau saman á leið heim úr skólanum fyrir löngu síðan. Lengst af hafa þau búið langt hvort frá öðru, hún í borgarlífi New York og hann í smábænum þar sem þau ólust upp. En hvert einasta sumar í áratug hafa þau farið í vikulangt dásemdar frí saman. Þangað til fyrir tveimur árum, þegar þau eyðilögðu allt. Síðan hafa þau ekki talast við. Nú hefur hún eina viku til að kippa öllu í lag. Ef henni bara tekst að forðast risavaxinn sannleikann sem alltaf hefur staðið þögull í hjarta vináttunnar, sem annars virðist fullkomin. Hvað gæti svo sem klikkað?  

Bandarískar bókmenntir Ljúflestur Skáldsögur Ástarsögur Þýðingar úr ensku