Skoða bók

Armeló

Þórdís Helgadóttir  

Rósa Guðný Þórsdóttir  

11:45 klst.  

2023  

Armeló er margslungin og áhrifarík skáldsaga sem tekst á við áleitnar spurningar um sjálfsmynd, samkennd og svik. Elfur hatar að ferðast. Einhverra hluta vegna er hún nú samt komin hingað, í þennan smábæ úti í rassgati, í hitabylgju, með Birgi. Nema hvað Birgir er allt í einu horfinn, ásamt bílnum og öllum farangrinum. Hún skilur þetta ekki, hann er ekki beinlínis hvatvís. Reyndar hefur framtaksleysið alltaf verið límið í hjónabandinu - og kannski er það af einskæru framtaksleysi sem Elfur ákveður, frekar en að takast á við aðstæðurnar, að ganga beint af augum út í skóg. Birgir er breyttur maður eftir að hann byrjaði að vinna hjá Nanoret, sprotafyrirtæki sem stefnir á að lækna alla augnsjúkdóma veraldar. Og það var eitthvað sem hann sagði kvöldið sem þau rifust í fyrsta skipti. Kvöldið áður en þau komu til Armeló.  

Skáldsögur Íslenskar bókmenntir