Skoða bók

Saklaust blóð í snjó

Ásgeir Þórhallsson  

Kristófer Kvaran  

04:46 klst.  

2025  

Þessi bók er byggð á sannsögulegum atburðum er gerðust á Reyðarfirði veturinn 1726. Á fjallveginum milli Reyðarfjarðar og Norðfjarðar, norðan megin við Oddskarðið stendur Höllusteinn. Undir þessum steini fæddi bláfátæk kornung stúlka barn, alein og útskúfuð í blindhríð um hánótt. Henni hafði verið úthýst í Helgustaðahreppi þetta sama kvöld. Enginn vildi láta óskilgetið barn fæðast á sínum bæ. Eftir þetta hefur þessi brekka verið kölluð Blóðbrekka. Í raun fjallar þessi bók um það hvernig karlmenn á Íslandi fyrr á öldum misnotuðu vald sitt til misnotkunnar á konum og komust upp með það, því þeir einir skráðu söguna.  

18. öld Skáldsögur Sögulegar skáldsögur Ísland Íslenskar bókmenntir