Skoða bók
Washington DC
05:44 klst.
2025
Washington DC vaknar til lífsins í fjörugri og tæpitungulausri frásögn þar sem víða er drepið niður fæti. Höfundur fer með lesendur í ferðalag um höfuðborg Bandaríkjanna og oft um ótroðnar slóðir. Forðast er að leggja dóm á menn og málefni og lesandanum látið eftir að mynda sína eigin skoðun á þeirri vegferð sem virðist hafa gerbreytt bandarískum gildum, einkum í Washington DC. Óhjákvæmilega kemur nýkjörinn forseti Bandaríkjanna við sögu, en hér er dregin upp talsvert víðtækari mynd af húsbóndanum í Hvíta húsinu en sú sem menn eiga að venjast. Hér er fyrst og fremst á ferðinni lifandi og litrík frásögn sem byggir á fróðleiksmolum úr heimi diplómatíu og margra ára rýni í bandarísku samfélagi.