Skoða bók
Sólgos
03:07 klst.
2025
Við vorum að gera okkur tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fór. Allt símasamband líka. Netið. Um leið hættu bílarnir að virka - og flugvélarnar. Við vorum orðin ein í heiminum. En það hlyti að lagast? Nokkrum dögum seinna sótti pabbi byssuna. Þegar mánuður var liðinn var fólk farið að deyja og ljóst að veturinn yrði langur. Þá hitti ég hana. Sólgos er spennandi og áhrifarík unglingabók um samfélag þar sem allar reglurnar hafa horfið á einu bretti og ógnin er orðin helsti gjaldmiðillinn. Mitt í upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.
Barna- og unglingabækur Dystopíur Skáldsögur Unglingabækur Ungmennabækur Ungmennabókmenntir (skáldverk) Íslenskar barna- og unglingabækur Íslenskar bókmenntir