Skoða bók
Skólastjórinn
05:29 klst.
2025
Salvar, 12 ára gamall vandræðagemlingur, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. Alveg þangað til hann fékk stöðuna. Vopnaður endalausum hugmyndum (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Nemendur mega reka tvo kennara á ári! Grís í hvern bekk!) ræður Salvar skyndilega ríkjum í skólanum ásamt bestu vinkonu sinni, Guðrúnu. Skólastjórinn er sprenghlægileg og hjartnæm þroskasaga. Fullkomin fyrir alla sem hafa einhvern tímann verið í skóla.
Barna- og unglingabækur Barnabókmenntir (skáldverk) Skáldsögur Íslenskar bókmenntir